Vala handverksskóli vil einbeita sér að möguleikum hvers og eins og hvetja nemendur til nýrrar hugsunar og löngunar til að leysa vandamál og finna snjallar lausnir. VALA vill gefa nemendum tækifæri til að varðveita menningararfinn og læra gamalt handverk og aðferðir og á sama tíma gefa því nýjan innblástur með nútímalegum efnistökum og tækni.

Á döfinni

2018-08-28 - Sumar og ræktun

Steindór ræktar   Gulrætur


2018-03-02 - Vetrarmynd

 

Vetur konungur ræður ríkjum á Vårdinge þessa dagana og linditrén sofa.


2017-06-28 - Vinnugengið

 

Hressir drengir í vinnu við að undirbúna skólann fyrir verkefni vetrarins, en auðvitað eiga þeir skilið að taka sér pásu í góða veðrinu, setjast niður og íhuga í ró og næði.
Frá vinstri: Rikki, Ívan, Steini
Ljósmyndina tók Steindór Jónsson.
 

2017-05-24 VALA Handverksskóli á Norrænum innblástursdögum

 

Vala Handverksskóli tók þátt í ráðstefnunni "Norrænir Maídagar", sem fór fram í Menningarhúsinu í Ytterjärna í Svíþjóð dagana 24-27 maí.

Efni ráðstefnunnar var tölvutækni, félagslegt líf og andleg málefni. Manneskjan á spennusviðinu milli tækniheims og þarfa sálarinnar.

Rúmlega 270 manns frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Íslandi tóku þátt í ráðstefnunni.

Myndin er frá leikritinu "Skävespelet", sem var samið og flutt af einstaklingum frá Norrbyvälle í Järna, þau þakka fyrir sig við mikil fagnaðarlæti áhorfenda.

2017-03-24 Hönnunarmars og List án landamæra

 
List án landamæra hélt málþing um skapandi aðkomu fatlaðra að hönnunarheiminum. Hvernig auðgum við skapandi umhverfi með samvinnu ólíkra hópa og hvaða jákvæðu afleiðingar hefur það í för með sér?
Meðal ræðumanna á málþinginu voru starfsmenn Ásgarðs, Steindór Jónsson og Þorvarður Þorvarðsson.
Þorvarður Þorvarðsson og Steindór Jónsson   

2017-03-13 VALA í Kastljósi RÚV
 

Þóra Arnórsdóttir ræðir við Þór Inga Daníelsson um tilkomu skólans Í: Kastljósi á RÚV. Athugið að umföllunin um VALA Hantverksskola byrjar um það bil á 19. mínútu, eftir viðtalið við forsætisráðherra lýðveldisins Íslands, Bjarna Benediktsson.

http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/vala-handverksskoli


2016-12-06 VALA Handverksskóli fær starfsleyfi

 
VALA Handverksskóli fékk þann 6. desember 2016 starfsleyfi frá Myh, Myndigheten för yrkeshögskolan, til að bjóða upp á nám í textíl- og tréhandverki og gildir leyfið til ársins 2022.  Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir alla þá sem með mikilli þrautseigju hafa staðið að uppbyggingu VALA handverksskóla og ekki síst fyrir væntanlega nemendur skólans.

© 2019, Thoridan AB