Vala handverksskóli vil einbeita sér að möguleikum hvers og eins og hvetja nemendur til nýrrar hugsunar og löngunar til að leysa vandamál og finna snjallar lausnir. VALA vill gefa nemendum tækifæri til að varðveita menningararfinn og læra gamalt handverk og aðferðir og á sama tíma gefa því nýjan innblástur með nútímalegum efnistökum og tækni.

Sagan

Tilkoma VALA handverksskóla á sér langa sögu, sem byrjaði með Ásgarði Handverkstæði sem var stofnað árið 1993, þar fæddist síðan leikhópurinn MAS (Mikið Andskoti er þetta Skemmtilegt), sem flæktist víða um jarðir. Svo kom Norræna samstarfsverkefnið midgarður.com.

© 2021, Thoridan AB