”Við hjá VALA Hantverksskola veljum að sjá tækifæri þar sem aðrir sjá takmarkanir. Við tökum á hverri tæklingu af mikilli jákvæðni og hvetjum nemendur okkar til að læra af fortíðinni og beina spjótum sínum í átt að bjartari framtíð.” |
Sagan að baki VALA Hantverksskola á rætur að rekja aftur til ársins 1996, þegar samstarf verndaðra vinnustaða og heimila fyrir þroskaskerta einstaklinga á Norðurlöndunum hófst. Þetta samstarf fólst í ýmsum verkefnum sem áttu sér stað í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og á Íslandi. Þessi verkefni mótuðust af framtíðarsýn okkar, að geta boðið upp á möguleika fyrir fólk með þroskahömlun að upplifa auðgandi og þroskandi reynslu og kynni af hinum Norðurlöndunum. Markmiðið hefur verið að virkja þennan möguleika fyrir þroskahamlaða að geta ferðast til Norðurlandanna og fá þannig tækifæri til að sjá og upplifa hvað aðrir í svipaðri aðstöðu og þeirra eigin, gera í sínu daglega lífi. Okkar helsta markmið hefur verið að geta boðið uppá nám í öðru Norrænu landi. Við erum því bæði ánægð og stolt yfir því að geta loks kynnt VALA Hantverksskola - skóla sem býður einmitt upp á þessa möguleika. Skóli sem á sér engan líkan hvorki í Svíþjóð eða á hinum Norðurlöndunum. |
|
Ímyndunaraflið og gleðinAstrid Lindgren skrifaði frábærar bækur, hún gat tjáð bæði gleði og sorg, og leyndarmál lífsins á þann hátt að allir geta skilið. |
|
Frelsi og samvinnaNelson Mandela sat í fangelsi í 27 ár. Hann barðist gegn aðskilnaði og mismunun sem svartir Afríkubúar þurftu að þola í Suður-Afríku. Nelson Mandela fékk friðarverðlaun Nóbels. |
|
Hugrekki og jafnræðiVigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem varð lýðræðislega kjörin ríkisþjóðhöfðingi.Hún var einstæð móðir þegar hún var kjörin forseti Íslands. |
|
Auðmýkt og sannleikurGandhi var stofnandi hugsjóna þar sem að mestu fjalla um sannleikann, og að berjast gegn hinu illa með friðsamlegum andspyrnu. Indland fékk sjálfstæði. |
|
Kærleikur og umhyggjaMóðir Teresa var nunna, reglan sem skartaði nafni hennar hjálpaði fátækum og sjúkum í yfir 120 löndum. Móðir Teresa fékk friðarverðlaun Nóbels 1979. |
|
Sannfæringar og draumarMartin Luther King hafði sterka trú á framtíðina og þegar hann flutti ræðu var hann mjög sannfærandi. Í einni af ræðum sínum sagði hann, "Ég á mér draum ... um jafnrétti fyrir alla ... að litað fólk og hvítt geti lifað saman í frelsi. |
© 2021, Thoridan AB