Vala handverksskóli vil einbeita sér að möguleikum hvers og eins og hvetja nemendur til nýrrar hugsunar og löngunar til að leysa vandamál og finna snjallar lausnir. VALA vill gefa nemendum tækifæri til að varðveita menningararfinn og læra gamalt handverk og aðferðir og á sama tíma gefa því nýjan innblástur með nútímalegum efnistökum og tækni.

midgardur.com

Samstarfsnet fyrir hugfatlaða

Samstarfserkefnið midgardur.com byrjaði árið 2002, hér er kynning verkefnisstjórans Þórs Inga Daníelssonar á verkefninu. Textinn kemur frá vefnum midgardur.com:

midgardur.com er samstarfsnet fyrir fólk með þroskaskerðingu, vinnustaði, skóla og aðrar stofnanir og fyrirtæki sem vinna að málefnum fatlaðra á Norðurlöndum.
Það gefur fólki með þroskaskerðingu tækifæri til þess að vinna, nema og búa í öðru norrænu landi en sínu eigin.

midgardur.com er sprottið af þeim áhuga sem ríkir um aukið samstarf á milli einstaklinga, vinnustaða, skóla og annarra stofnana ætluðum fötluðum á Norðurlöndum.

Það gefur einstaklingum sem ekki hafa sömu tækifæri og aðrir til þess að vinna eða nema í sínu heimalandi, hvað þá annars staðar á Norðurlöndum, möguleika á nýrri og óvæntri reynslu.

Allir sem orðnir eru 18 ára geta sótt um að taka þátt i verkefninu.
Dvölin í öðru landi getur varað allt frá einni viku til fjögurra mánaða.
Einstaklingar og hópar hafa þegar gert tilraun með þetta verkefni og hefur það gengið vonum framar.
Sú reynsla gefur okkur möguleika á að þróa frekar samstarfið.

midgardur.com hefur einsett sér að auka hreyfanleika einstaklinga og hópa og að laða fram þá þekkingu og færni sem þegar er fyrir hendi, bæði hjá hverjum og einum einstakling og þeim sem starfa innan skóla og vinnustaða.

Fjöldi fyrirtækja, stofnana og skóla er þess albúinn að taka á móti einstaklingum til lengri eða skemmri dvalar og hefur til þess góða aðstöðu.

Einstaklingar með þroskaskerðingu og starfsfólk fá tækifæri til þess að læra hver af öðrum, miðla til annarra, fá nýjar hugmyndir og bera þekkingu á milli staða og landa.

Víða á Norðurlöndum er áhugaverð og framsækin starfsemi fatlaðra í gangi. Vandinn er bara sá að þessir staðir eru oft einangraðir hver frá öðrum og þekkja lítið sem ekkert til starfsemi annarra á sama sviði.

Verkefninu er ætlað að styrkja norrænt samstarf, bæði á persónulegu sviði og á milli stofnana.

Það gefur líka nemendum ný tækifæri til þess að afla sér menntunar eða vinna á nýjum stað eða erlendis.

Það er mikilvægt fyrir vinnustaði og fyrirtæki að fá nýjar hugmyndir og innblástur. Mörg þeirra eru að leita að nýjum tækifærum og vilja fjölbreyttari verkefni, aðlagast nýjum tímum og bjóða aukinn sveigjanleika og starfshæfni fyrir bæði fatlað og ófatlað starfsfólk.

Við getum nýtt okkur betur það sem þegar er fyrir hendi. Við búum yfir þekkingu, reynslu og vilja til þess að auka norrænt samstarf enn frekar.

Með bestu kveðjum,
Thor Ingi Danielsson, Verkefnisstjóri

Kynningarmyndband verkefnisins


Verkefnið midgardur.com fékk tvær styrkveitingar frá samnorrænum sjóðum

Styrkur frá Norrænu Ráðherranefndinni árið 2004

 

 

Verkefnið hlaut styrk upp á 183.750 danskar krónur, frá Norðurlandaráði árið 2004 til að skipuleggja upp samstarfáætlun.

Nordiska Kulturfondens hemsida: norden.org


Bidrag från Nordiska Kulturfonden 2002

 

 

Verkefninu midgardur.com var veittur styrkur upp á 60.000 danskar krónurí desember árið2002. I styrelsens motivering sades bl.a.:

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að styðja verkefnið, meðal annars vegna þess að það telur að verkefnið hafi skýra Norræna vídd og að verkefnið geti orðið til hjálpar við að auka sýnileika á, og þróa Norrænt samstarf.

Fyrsti þátttakandinn fór frá Íslandi til Danmerkur þann 18. janúar 2003 í tvær vikur. Starfsmaður fylgdi átttakendum frá Íslandi.

Heimasíða Norræna Menningarsjóðsins: nordiskkulturfond.org

 

© 2021, Thoridan AB