Vala handverksskóli vil einbeita sér að möguleikum hvers og eins og hvetja nemendur til nýrrar hugsunar og löngunar til að leysa vandamál og finna snjallar lausnir. VALA vill gefa nemendum tækifæri til að varðveita menningararfinn og læra gamalt handverk og aðferðir og á sama tíma gefa því nýjan innblástur með nútímalegum efnistökum og tækni.

Ásgarður Handverkstæði

Ásgarður er handverkstæði fyrir þroskahamlaða, sem hefir verið starfrækt frá 1.okt. 1993. Ásgarður byrjaði starfsemi sína í Lækjarbotnum í landi Kópavogs, næsti nágranni við Waldorfskólann Yl. Strax varð ljóst að þörfin fyrir slíkan valkost í atvinnumálum þroskahamlaðra var mikil, og mánuði eftir að Ásgarður opnaði voru fjórir starfsmenn komnir til starfa.
Húsið sem byggt var undir starfsemina  Ásgarðs í Lækjarbotnum brann og flutti þá starfsemin tímabundið í húsnæði sem áður hafði tilheyrt Kópavogshæli, á meðan leitað var að hentugra húsnæði. Þar kom að ákveðið var að Ásgarður fengi húsnæði við Álafossveg 22 í Mosfellsbæ, þar sem sterfsemin er ennþá til húsa.  Nú starfa þar þrjátíu þroskahamlaðir einstaklingar ásamt 7 leiðbeinendum.

Meiri upplýsingar um Ásgarð Handverkstæði er að finna á heimasíðunni asgardur.is

© 2021, Thoridan AB